Nokia SU 27W - Skrifblokkir

background image

Skrifblokkir

Þessi tæki fylgja tvær gerðir af skrifblokkum: lítil skrifblokk (B7 stærð)
og stærri skrifblokk (A5 stærð). Hægt er að nota pappírinn á
skrifblokkunum með stafræna pennanum.

Notaðu litlu skrifblokkina til að búa til stutta minnismiða eða
orðsendingar sem þú vilt flytja yfir í farsímann yfir Bluetooth tengingu
og senda sem skilaboð.

Notaðu stærri skrifblokkina til að búa til lengri orðsendingar sem þú vilt
vinna áfram með í tölvu eða farsíma.

Áður en þú notar nýja skrifblokk skaltu velja New notepad
(Ný skrifblokk) boxið fremst í skrifblokkinni. Notaðu aðeins nýja
skrifblokk af sömu stærð eftir að þú hefur fyllt út eldri skrifblokkina.

Hægt er að kaupa meiri pappír frá endursöluaðilum Nokia. Nánari
upplýsingar er að finna á vefsíðu Nokia, www.nokia.com/support.