Nokia SU 27W - Skilaboð búin til og send

background image

Skilaboð búin til og send

Til athugunar: Aðeins tæki með samhæfar aðgerðir geta tekið á móti
og birt margmiðlunarskilaboð. Útlit skilaboða getur verið breytilegt
eftir móttökutækinu. Hlutir í margmiðlunarboðum geta innihaldið
skaðlegan hugbúnað eða skaðað tölvuna eða tækið á einhvern annan
hátt.

Hægt er að skrifa minnismiða með pennanum og senda þá í tölvupósti
eða margmiðlunarskilaboðum úr samhæfum farsíma. Áður en hægt er

background image

G r u n n n o t k u n

14

að senda skilaboð verður að tilgreina réttar stillingar í farsímanum.
Nánari upplýsingar er að finna í notendahandbók farsímans.
Upplýsingar um framboð og verðlagningu á skilaboðaþjónustu fást hjá
símafyrirtækinu eða þjónustuveitunni.

1. Opnaðu litlu skrifblokkina sem fylgdi með pennanum.

2. Veldu New notepad (Ný skrifblokk) boxið á fyrstu síðu

skrifblokkarinnar.

3. Gakktu úr skugga um að kveikt sé á Bluetooth í farsímanum og að

penninn sé tengdur við hann.

4. Skrifaðu minnismiða sem þú vilt flytja yfir í farsímann. Þú getur

einnig teiknað myndir.

5. Til að senda minnismiðann sem litla mynd velurðu boxið með stóru

og litlu símatákni. Til að senda minnismiðann sem stór mynd velurðu
boxið sem er táknað með tveimur stórum símatáknum.

6. Til að flytja minnismiðann yfir í farsímann þinn velurðu Send (Senda)

boxið. Blaðsíðuvísirinn verður blár og blikkar meðan á flutninginum
stendur.

Ef sending minnismiðans tekst verður blaðsíðuvísirinn blár í
2 sekúndur og penninn titrar þrisvar sinnum.

7. Til að senda minnismiðann í tölvupósti eða margmiðlunarskilaboð

skaltu nota Penmail forritið sem fylgir með pennanum og svo
tölvupóstsforritið í farsímanum.