Hleðsla við rafmagnsinnstungu
Rafhlaða pennans er hlaðin um vegginnstungu á eftirfarandi hátt:
1. Opnaðu USB-standinn og settu hann á láréttan flöt.
2. Taktu lokið af pennanum og settu hann í USB-standinn þannig að
tengin á pennanum snúi að tengjum standsins.
H a f i s t h a n d a
8
3. Stingdu USB-tengi standsins
í AD-48 millistykkið sem fylgir
með pennanum.
4. Tengdu hleðslutækið
við innstungu og snúru
hleðslutækisins við millistykkið.
Meðan á hleðslu rafhlöðunnar
stendur blikkar rafhlöðuvísirinn
og birtist sem rauður, gulur eða
grænn, allt eftir hleðslustöðu rafhlöðunnar.
5. Rafhlöðuvísirinn verður grænn þegar rafhlaðan er fullhlaðin.
Aftengdu snúru hleðslutækisins við millistykkið, taktu hleðslutækið
úr sambandi við innstunguna, aftengdu USB-snúruna frá
millistykkinu og taktu pennann úr standinum.