Nokia SU 27W - Hleðsla gegnum tölvu

background image

Hleðsla gegnum tölvu

Rafhlaða pennans er hlaðin með tölvu á eftirfarandi hátt:

1. Opnaðu USB-standinn og settu hann á láréttan flöt.

2. Kveiktu á tölvunni og stingdu USB-tengi standsins í USB-tengi

tölvunnar.

3. Til að hefja hleðsluna tekurðu

lokið af pennanum og setur
pennann í USB-standinn
þannig að tengin á honum
snúi að tengjum standsins.

Ef þú notar fartölvu sem ekki er
tengd við rafmagn gengur hleðsla
pennans með tölvunni hraðar
á rafhlöðu tölvunnar og styttir
líftíma hennar.

Þegar þú tengir standinn í fyrsta skipti við tölvu sem keyrir á
Microsoft Windows XP eða 2000 stýrikerfi sýnir tölvan pennann sem
nýjan hugbúnað og spurt er hvort setja eigi upp rekla stafræna
pennans. Ef þú vilt aðeins hlaða rafhlöðu pennans, og ekki flytja
gögn frá pennanum yfir í tölvuna, þarftu ekki að setja upp reklana og
getur lokað glugganum.

Meðan á hleðslu rafhlöðunnar stendur blikkar rafhlöðuvísirinn og
birtist sem rauður, gulur eða grænn, allt eftir hleðslustöðu
rafhlöðunnar.

4. Rafhlöðuvísirinn verður grænn þegar rafhlaðan er fullhlaðin.

Fjarlægðu pennann úr standinum með því að lyfta honum, eða taktu
USB-snúruna úr sambandi við tölvuna.