Nokia SU 27W - Penninn núllstilltur

background image

Penninn núllstilltur

Til að núllstilla pennann ef hann hættir að virka (þegar næg hleðsla er á
honum) skaltu taka lokið af honum og ýta á núllstillingarhnappinn með
bréfaklemmu. Hægt er að nota pennann á venjulegan hátt eftir að hann
hefur verið núllstilltur. Það að núllstilla pennann eyðir ekki stillingum
hans, þ.m.t. pörun og þeim upplýsingum sem eru vistaðar í minni hans.

Til að hreinsa minni pennans og stillingar hans, þ.m.t. pörun, skaltu
taka lokið af honum og ýta á núllstillingarhnappinn með bréfaklemmu
á sama tíma og þú ýtir oddi hans að yfirborði. Taktu svo burtu
bréfaklemmuna. Haltu oddi pennans að yfirborðinu þar til rafhlöðu- og
blaðsíðuvísirinn hætta að blikka rauðu. Lyftu pennanum frá yfirborðinu.
Penninn endurræsist og titrar til að tákna að þú getir notað hann aftur.

Áður en þú getur notað pennann þarftu að para hann við farsíma.

background image

G r u n n n o t k u n

12