Nokia SU 27W - Pörun úr farsíma

background image

Pörun úr farsíma

1. Taktu lokið af pennanum eða taktu hann úr USB-standinum og

gakktu úr skugga um að kveikt sé á honum og farsímanum.

Blaðsíðuvísirinn verður blár og blikkar til að sýna að hægt sé að para
pennann við samhæft tæki innan tveggja mínútna.

Hægt er að hindra að önnur Bluetooth tæki finni stafræna pennann
með því að nota Logitech io2 hugbúnaðinn á geisladiskinum
í sölupakkanum. Nánari upplýsingar er að finna í fylgiskjölum
Logitech io2 hugbúnaðarins.

2. Kveiktu á Bluetooth í farsímanum og láttu símann leita að

Bluetooth-tækjum. Nánari upplýsingar er að finna í notendahandbók
farsímans.

3. Veldu stafræna pennann af listanum yfir þau tæki sem fundust.

4. Sláðu Bluetooth lykilorðið inn í farsímann.

Í sumum farsímum gæti þurft að koma á Bluetooth-tengingu að
pörun lokinni. Aðeins þarf að para stafræna pennann einu sinni við
farsímann.

background image

H a f i s t h a n d a

10

Ef pörunin tekst titrar penninn þrisvar sinnum og blaðsíðuvísirinn
verður grænn í 2 sekúndur. Penninn er þá tilbúinn til notkunar.

Ef pörun eða tenging mistekst verður blaðsíðuvísirinn rauður og blikkar
tvisvar sinnum í 2 sekúndur. Gakktu úr skugga um að kveikt sé á
pennanum og farsímanum og sláðu inn rétt Bluetooth lykilorð.

Hægt er að stilla pennann þannig að hann tengist sjálfkrafa við
farsímann þegar kveikt er á honum. Í Nokia-tækjum er það gert með
því að breyta stillingum fyrir pöruð tæki í Bluetooth-valmyndinni.

Bluetooth tengingin milli stafræna pennans og samhæfa farsímans er
aðeins virk þegar penninn sendir upplýsingar í farsímann.