Nokia SU 27W - 2. Hafist handa

background image

2. Hafist handa

Stafræni penninn samanstendur af
eftirfarandi hlutum:

• Lok (1)

• Blekhylki (2)

• Rafhlöðuvísi (3)

• Vísi blaðsíðna (4)

• Gat til að fjarlægja blekhylkið (5)

• Núllstillingarhnappur (6)

Áður en stafræni penninn er tekinn í
notkun þarf að hlaða rafhlöðu hans og
para hann við samhæfan farsíma.

Áður en hægt er að nota pennann með samhæfum Nokia S60 eða
Series 80 farsíma er nauðsynlegt að setja upp hugbúnaðinn fyrir hann
(Nokia Digital Pen Suite) í farsímanum. Hugbúnaðinn er að finna á
geisladiskinum sem fylgir með pennanum.

Til að nota pennann með tölvu eða velja stillingar hans þarf að setja
upp Logitech io2 hugbúnaðinn á tölvu. Hugbúnaðinn er að finna
á geisladiskinum sem fylgir með pennanum. Hægt er að nota
hugbúnaðinn með Microsoft Windows XP eða 2000 stýrikerfunum.
Á geisladiskinum er einnig að finna forritið Nokia Digital Pen SU-1B File
Converter sem gerir þér kleift að umbreyta minnismiða sem hafa verið
skrifaðir með stafræna Nokia SU-1B pennanum yfir í form sem stafræni
Nokia SU-27W penninn styður.

Ekki er víst að þú getir valið tungumál þitt fyrir hugbúnaðinn.