
1. Inngangur
Með stafræna Nokia pennanum geturðu skrifað orðsendingar eða
minnismiða á samhæfan pappír og flutt þær yfir í samhæfan farsíma
um Bluetooth.
Einnig er hægt að flytja orðsendingar yfir í tölvu um Bluetooth eða með
því að setja pennann í USB-pennastand sem er tengdur við USB-tengi
tölvu.
Lestu þessa notendahandbók vandlega áður en þú notar stafræna
pennann. Lestu einnig notendahandbókina fyrir farsímann þinn þar
sem hún inniheldur mikilvægar öryggis- og viðhaldsupplýsingar, sem
og notendahandbók tölvunnar. Geymdu stafræna pennann og fylgihluti
hans þar sem börn ná ekki til.